Meistararnir í góðum málum

Stephen Curry skoraði 36 stig fyrir Golden State.
Stephen Curry skoraði 36 stig fyrir Golden State. AFP

Meistararnir í Golden State Warriors eru einum sigri frá því að ttryggja sér sæti í úrslitum um NBA-meistaratitilinn í körfuknattleik eftir sigur gegn Portland Trail Blazers 110:99 í úrslitum Vesturdeildarinnar í nótt.

Golden State er komið í 3:0 í rimmu liðanna en vinna þarf fjóra leiki. Stephen Curry var stigahæstur í liði meistaranna með 36 stig. Draymond Green náði þrefaldri tvennu en hann skoraði 20 stig, tók 13 fráköst og gaf 12 stoðsendingar í leiknum. Klay Thompson skoraði 19 stig.

CJ McCollum var stigahæstur í liði Portland með 23 stig og Damian Lillard var með 19 stig.

mbl.is