Stelpurnar í fimmtánda sæti

Ásta Júlía Grímsdóttir skoraði 22 stig gegn Eislandi í dag.
Ásta Júlía Grímsdóttir skoraði 22 stig gegn Eislandi í dag. Ljósmynd/FIBA

Íslenska stúlknalandsliðið í körfuknattleik, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, endaði í fimmtánda sæti í B-deild Evr­ópu­móts­ins í Skopje í Norður-Makedón­íu eftir 76:75-sigur gegn Eistlandi í dag.

Íslenska liðið byrjaði leikinn betur og leiddi með sex stigum eftir fyrsta leikhluta. Ísland hélt áfram að auka forskot sitt í öðrum leikhluta og var staðan 44:31, Íslandi í vil, í hálfleik. Eistland minnkaði muninn í fimm stig í þriðja leikhluta og vann fjórða leikhluta með fjórum stigum en það dugði ekki til og Ísland fagnaði sigri.

Ásta Júlía Grímsdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 22 stig, þrettán fráköst og eina stoðsendingu. Sigrún Björg Ólafsdóttir átti einnig góðan leik og skoraði 18 stig, tók tvö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert