Gengið vonum framar í sterkustu keppni Evrópu

Martin Hermannsson er lykilmaður í þýska efstu deildarliðinu Alba Berlín.
Martin Hermannsson er lykilmaður í þýska efstu deildarliðinu Alba Berlín. Ljósmynd/albaberlin.de

Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, stendur í ströngu á tímabilinu með þýska liðinu Alba Berlín. Martin spilar meira en 60 leiki á leiktíðinni og leikur liðið m.a. í EuroLeague, sterkustu keppni Evrópu.

„Þetta hefur í raun gengið vonum framar. Þetta hefur verið smá furðulegt í byrjun því ég er bara að spila sem leikstjórnandi á þessu tímabili en var meira í skotbakverðinum á síðasta tímabili. Ég átti að deila mínútum með öðrum leikstjórnanda sem heitir Peyton Siva og hefur m.a. verið í NBA. Hann byrjaði tímabilið á því að meiðast svo ég stóð einn eftir og þurfti að taka það algjörlega að mér að stjórna liðinu á leiðinni inn á fyrsta EuroLeague-tímabil mitt,“ sagði Martin í samtali við Morgunblaðið. Martin hefur skorað mikið í gegnum tíðina en nú hefur stigunum fækkað. Þess í stað er hann í öðru sæti í EuroLeague yfir flestar stoðsendingar í leik, eða sjö að meðaltali.

Dælir út stoðsendingunum

„Þetta er risastór áskorun en mér finnst ég standa mig vel. Ég hef verið að dæla út stoðsendingum, sem kemur niður á stigaskorinu mínu. Ég hef þurft að breyta leik mínum. Þegar maður er kominn á þetta stig þarf ekki að vera leikstjórnandi sem skorar allar körfurnar eins og á Íslandi. Þetta snýst meira um að koma liðsfélögum mínum inn í leikinn og reyna að finna besta kostinn hverju sinni.“

Viðtalið við Martin Hermannsson má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »