Tomsick tryggði Stjörnunni sigur með flautukörfu

Nikolas Tomsick var hetja Stjörnumanna í kvöld.
Nikolas Tomsick var hetja Stjörnumanna í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Þórsarar frá Akureyri voru grátlega nærri því að vinna sinn fyrsta sigur í Dominos-deild karla í körfuknattleik þegar þeir tóku á móti bikarmeisturum Stjörnunnar í fyrsta leik 8. umferð deildarinnar.

Stjörnumenn, sem voru undir nær allan tímann, tryggðu sér sigur 104:101 með flautukörfu frá Nikolas Tomsick en hann setti þá niður þriggja stiga körfu.

Þórsarar, sem töpuðu fyrir Njarðvíkingum á dögunum með 61 stigs mun, náðu mest 18 stiga forystu í leiknum og voru yfir í hálfleik 53:38. Garðbæingar minnkuðu smátt muninn í seinni hálfleik og tókst að tryggja sér sætan sigur á ögurstundu.

Nikolas Tomsick fór mikinn í liði Stjörnunnar en hann skoraði 44 stig en Pablo Hernandez var atkvæðamestur í liði Þórsara með 31 stig. Með sigrinum komst Stjarnan upp að hlið Keflavíkur í toppsæti deildarinnar en Þór situr sem fyrr á botninum án stiga.

Gangur leiksins: 9:5, 18:10, 27:14, 33:21, 40:27, 48:33, 55:41, 64:54, 66:63, 75:68, 81:76, 86:79, 88:85, 92:88, 97:95, 101:104.

Þór Akureyri: Pablo Hernandez Montenegro 31, Hansel Giovanny Atencia Suarez 23/8 stoðsendingar, Jamal Marcel Palmer 19/10 fráköst, Mantas Virbalas 14/8 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 7, Júlíus Orri Ágústsson 7/7 stoðsendingar.

Fráköst: 20 í vörn, 4 í sókn.

Stjarnan: Nikolas Tomsick 44/5 stoðsendingar, Jamar Bala Akoh 17/5 fráköst, Kyle Johnson 12/12 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 12/5 fráköst/7 stoðsendingar, Hlynur Elías Bæringsson 9/8 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 6, Tómas Þórður Hilmarsson 4/6 fráköst.

Fráköst: 19 í vörn, 21 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Sigurður Jónsson.

Áhorfendur: 150

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert