Keflavík aftur á sigurbraut

Hörður Axel Vilhjálmsson lék mjög vel fyrir Keflavík.
Hörður Axel Vilhjálmsson lék mjög vel fyrir Keflavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Keflavík hafði betur gegn Fjölni, 109:98, á heimavelli er liðin mættust í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Keflavík hafði tapað tveimur síðustu leikjum sínum fyrir leikinn og þurfti því á sigri að halda í toppbaráttunni. 

Keflavík var með forystuna allan tímann og varð hún mest 24 stig. Fjölnismenn söxuðu aðeins á Keflavíkinga í fjórða leikhluta en sigurinn var aldrei í hættu.

Khalil Ahmad skoraði 31 stig fyrir Keflavík og Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 28. Viktor Moses skoraði 29 stig fyrir Fjölni og Jere Vucica skoraði 22 stig. 

Keflavík er með fjórtán stig eins og Tindastóll með sex sigra og tvö töp. Fjölnir er í ellefta sæti með aðeins tvö stig. 

Keflavík - Fjölnir 109:98

Blue-höllin, Urvalsdeild karla, 29. nóvember 2019.

Gangur leiksins:: 9:6, 14:11, 21:13, 24:16, 35:21, 40:31, 49:42, 55:48, 63:48, 74:53, 79:60, 87:69, 87:77, 91:80, 104:88, 109:98.

Keflavík: Khalil Ullah Ahmad 31/5 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 28/5 fráköst/9 stoðsendingar, Deane Williams 20/7 fráköst, Guðmundur Jónsson 11, Ágúst Orrason 6, Magnús Már Traustason 4, Dominykas Milka 4/9 fráköst, Davíð Alexander H. Magnússon 3, Reggie Dupree 2.

Fráköst: 22 í vörn, 7 í sókn.

Fjölnir: Viktor Lee Moses 29/4 fráköst, Jere Vucica 22/10 fráköst, Srdan Stojanovic 20/10 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 12, Róbert Sigurðsson 11/6 fráköst/7 stoðsendingar, Ólafur Ingi Styrmisson 4.

Fráköst: 20 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Jóhannes Páll Friðriksson, Davíð Kristján Hreiðarsson.

Áhorfendur: 196

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert