Allt small saman gegn stórveldinu

Tryggvi Snær Hlinason treður boltanum í leik með Zaragoza gegn …
Tryggvi Snær Hlinason treður boltanum í leik með Zaragoza gegn Bonn í Meistaradeild Evrópu. Ljósmynd/FIBA

Hljóðið var gott í Tryggva Snæ Hlinasyni, landsliðsmiðherja í körfuknattleik, þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gær. Er það ekki skrítið þar sem Zaragoza, lið Tryggva, vann stórveldið Real Madrid á sannfærandi hátt á sunnudaginn 84:67 í spænsku úrvalsdeildinni.

„Þetta var magnað. Hjá okkur small allt og þetta gekk dásamlega. Að vinna þetta lið er náttúrlega bara veisla,“ sagði Tryggvi, sem var maður leiksins út frá framlagspunktunum sem fundnir eru út með tölum úr helstu þáttum íþróttarinnar. „Mér gekk mjög vel og held að ég hafi skilað því sem ég var beðinn að gera. Tavares, miðherjinn þeirra, er mjög mikilvægur fyrir þá og okkur tókst að koma honum í vandræði. Hann var í villuvandræðum í gegnum leikinn og fór loks út af með fimm villur. Gaf það okkur meira frelsi til að losa okkur nærri körfunni á lokamínútunum og við lönduðum sigrinum nokkuð þægilega, eins asnalegt og það hljómar.“

Real Madrid varð Evrópumeistari fyrir einu og hálfu ári og er á toppnum ásamt öðru stórveldi, Barcelona. Zaragoza hefur komið skemmtilega á óvart og unnið bæði þessi lið á tímabilinu og er tveimur stigum á eftir í 3. sæti.

„Þegar við unnum Barcelona var mun meiri spenna í þeim leik og maður var lengur að ná sér niður. Stuðningsmennirnir eru mjög glaðir yfir því sem er í gangi og hvernig liðinu hefur gengið. Ef maður gengur um miðbæinn þá eru hinir og þessir að heilsa manni og senda manni baráttukveðjur,“ sagði Tryggvi.

Sjá viðtalið í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »