Níundi sigur Lakers í röð

LeBron James var stigahæstur í liði Lakers í nótt og …
LeBron James var stigahæstur í liði Lakers í nótt og skoraði 31 stig. AFP

LeBron James reyndist sínu gamla félagi erfiður þegar lið hans Los Angeles Lakers fékk Cleveland Cavaliers í heimsókn í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. Leiknum lauk með 128:99-sigri Lakers en Cleveland leiddi með einu stigi í hálfleik, 48:47.

Lakers-menn unnu hins vegar þriðja leikhluta með fimmtám stiga mun, 37:22, og þann fjórða einnig með fimmtán stiga mun, 44:29. Cavaliers sáu því aldrei til sólar í síðari hálfleik og Lakers fagnaði sínum níunda sigri í röð í deildinni.

LeBron James var að vanda atkvæðamikill en hann skoraði 31 stig, tók tvö fráköst og gaf átta stoðsendingar. Anthony Davis lék ekki með Lakers í gær vegna meiðsla en það kom ekki að sök og Dwight Howard steig upp í hans fjarveru og gerði 21 stig og tók 15 fráköst.

Úrslit næturinnar í NBA:

Detroit Pistons 110:117 New Orleans Pelicans
Indiana Pacers 101:95 Philadelphia 76ers
Boston Celtics 113:101 Chicago Bulls
Minnesota Timberwolves 104:117 Oklahoma City Thunder
Portland Trail Blazers 115:112 Charlotte Hornets
Sacramento Kings 112:114 Orlando Magic
Los Angeles Lakers 128:99 Cleveland Cavaliers

mbl.is