Martin mætti í Bryant-treyju

Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson.

Martin Hermannsson, fremsti körfuboltamaður Íslands, heiðraði minningu Kobe Bryant á leið sinni í leik Alba Berlín og Crails­heim í þýsku A-deild­inni í körfu­bolta í kvöld.

Martin mætti í Los Angeles Lakers-treyju með númerinu átta, en Kobe Bryant lék í slíkri treyju fyrri hlutann á ferlinum, áður en hann skipti yfir í treyju númer 24. 

Eins og mbl.is hefur greint frá síðasta sólarhringinn eða svo var Bryant einn af níu sem létust í hörmulegu flugslysi í Kaliforníu í gærkvöldi. Þrettán ára dóttir hans lést einnig í slysinu. 

Mynd af Martin í treyjunni má sjá hér fyrir neðan. 

mbl.is