Fyrrverandi leikmaður Keflavíkur fannst látinn

Stanley Robinson í leik með Keflavík.
Stanley Robinson í leik með Keflavík. mbl.is/Haraldur Jónasson / Hari

Körfuknattleiksmaðurinn Stanley Robinson fannst látinn á heimili sínu í Birmingham í Alabama í Bandaríkjunum í vikunni. Dánarorsök Robinsons er ókunn en samkvæmt fregnum vestanhafs er ekkert sem bendir til þess að dauða hans hafi borið að með saknæmum hætti.

Robinson, sem hélt upp á 32 ára afmælið sitt í síðustu viku, lék fimm leiki með Keflavík undir stjórn Friðriks Inga Rúnarssonar haustið 2017. Lék hann einnig í Úrúgvæ og Síle, en hann var á sínum tíma valinn af Orlando Magic í nýliðavali NBA-deildarinnar. 

Robinson lék með UConn Huskies í bandaríska háskólakörfuboltanum við afar góðan orðstír. Vann hann 90 leiki með liðinu frá 2006 til 2010.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert