Bandaríkjamaður tekur við Þórsurum

Andrew Johnson
Andrew Johnson Ljósmynd/Þór

Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samið við Andrew Johnson um að þjálfa meistaraflokk karla á næstu leiktíð. Johnson er 55 ára gamall Bandaríkjamaður sem hefur áður þjálfað á Íslandi, karla- og kvennalið Keflavíkur árin 2013 til 2014.

Undanfarið hefur Johnson starfað í Finnlandi en Þór sagði frá ráðningunni á heimasíðu sinni í morgun. Þórsarar eru því ekki lengur eina þjálfaralausa lið efstu deildar. Liðið endaði í 11. sæti Dominosdeildarinnar í vor en keppni var aflýst vegna kórónuveirunnar og liðið féll ekki.

mbl.is