Frestað á Akureyri vegna veirunnar

Hörður Axel Vilhjálmsson og liðsfélagar hans í Keflavík áttu að …
Hörður Axel Vilhjálmsson og liðsfélagar hans í Keflavík áttu að hefja leik í Dominos-deildinni á Akureyri á föstudaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leik Þórs frá Akureyri og Keflavíkur sem fari átti fram á Akureyri í 1. umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Dominos-deildarinnar, hefur verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins en þetta kom fram í fréttatilkynningu frá KKÍ í dag.

Þrír leikmenn Keflavíkur eru nú í sóttkví vegna kórónuveirunnar og verða þeir ekki lausir úr sóttkví fyrr en eftir leikinn að því er fram kemur í tilkynningu KKÍ.

Leiknum hefur ekki verið fundinn nýr leiktími en úrvalsdeild karla hefst á morgun fimmtudag með fjórum leikjum.

Hattarmenn fá Grindavík í heimsókn, Tindastóll og ÍR mætast á Sauðárkróki, Þór úr Þorlákshöfn fær Hauka í heimsókn og þá tekur KR á móti Njarðvík í Vesturbæ.

Á föstudaginn fá Valsmenn svo Stjörnuna í heimsókn en eins og áður hefur komið fram verður ekkert úr leik Þórs frá Akureyri og Keflavíkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert