Fjórða liðið hérlendis sem Prescott leikur með

Pétur Ingvarsson, stýrir liði Breiðabliks.
Pétur Ingvarsson, stýrir liði Breiðabliks. Haraldur Jónasson/Hari

Bandaríkjamaðurinn Samuel Prescott er genginn í raðir Breiðabliks og mun leika með liðinu í næstefstu deild karla í körfuknattleik í vetur. 

Prescott er 29 ára gamall og reyndur leikmaður eftir að hafa einnig leikið á Spáni og í Kólumbíu eftir háskólaárin í Bandaríkjunum. 

Hann þekkir vel til á Íslandi enda hefur hann áður leikið með Álftanesi, Hamri og Fjölni. 

mbl.is