Byrjunin var dýrkeypt

Borce Ilveski var helst til daufur eftir tap hans manna í ÍR gegn Njarðvíkingum í Dominos-deild karla í körfubolta kvöld. 

ÍR liðið var bæði lánlaust og dapurt þetta kvöldið og það svo sem gerist. Borce sagði að strax í upphafi leiks hafi lappirnar verið slegnar undan leikskipulagi hans þegar liðið hitti illa, Danero Thomas lenti í villuvandræðum og að Njarðvíkingar hafi hreinlega verið að hitta vel. 

Hann sagði að áhlaup ÍR hafi verið ágæt en að Njarðvíkingar hafi iðulega svarað fyrir þau og svör heimamann hafi ætíð virkað sem kjaftshögg á sitt lið. 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert