Þriðji sigur KR í röð

Matthías Orri Sigurðarson skoraði 19 stig gegn sínum gömlu félögum. …
Matthías Orri Sigurðarson skoraði 19 stig gegn sínum gömlu félögum. Hér er hann með boltann í leiknum í kvöld. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

KR vann 91:84-sigur á ÍR í Hertz-hellinum í Seljaskóla í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í kvöld.

KR var með 49:41-forystu í hálfleik en heimamenn söxuðu á forystuna eftir hlé og voru aðeins tveimur stigum undan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Everage Lee Richardson og Zvonko Buljan skoruðu báðir 21 stig fyrir ÍR sem náði þó ekki að snúa taflinu við í lokin.

Hjá KR skoraði Brandon Joseph Nazione 21 stig og Matthías Orri Sigurðarson gerði 19 stig gegn sínum gömlu félögum er KR vann sinn þriðja sigur í röð. Hjá ÍR-ingum var þetta aftur á móti þriðja tapið í röð. KR er nú í 3. sæti með 14 stig, tveimur á eftir toppliði Keflavíkur. ÍR-ingar eru í 6. sæti með 10 stig.

ÍR - KR 84:91

Hertz-hellirinn – Seljaskóli, Dominos-deild karla, 28. febrúar 2021.

Gangur leiksins:: 8:3, 10:8, 19:16, 23:25, 30:31, 37:36, 39:45, 41:49, 54:55, 61:56, 66:63, 68:70, 75:70, 77:76, 81:84, 84:91.

ÍR: Everage Lee Richardson 21/6 fráköst/6 stoðsendingar, Zvonko Buljan 21/5 fráköst, Evan Christopher Singletary 14, Danero Thomas 13, Sigvaldi Eggertsson 7/8 fráköst, Collin Anthony Pryor 4/4 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 4/4 fráköst.

Fráköst: 22 í vörn, 11 í sókn.

KR: Brandon Joseph Nazione 21/8 fráköst, Tyler Sabin 19, Matthías Orri Sigurðarson 19/5 fráköst/9 stoðsendingar, Jakob Örn Sigurðarson 9/4 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 8, Zarko Jukic 5/3 varin skot, Helgi Már Magnússon 5, Björn Kristjánsson 3/6 fráköst, Veigar Áki Hlynsson 2.

Fráköst: 27 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Gunnlaugur Briem, Jakob Árni Ísleifsson.

Áhorfendur: 150

mbl.is