Æsispennandi í Keflavík – Blikar unnu í Vesturbæ

Daniela Wallen Morillo átti stórleik í dag.
Daniela Wallen Morillo átti stórleik í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Keflavík vann nauman 87:85 sigur í æsispennandi leik gegn Fjölni í toppbaráttuni í Domino’s-deild kvenna í körfuknattleik í dag. Á sama tíma vann Breiðablik botnlið KR 76:65.

Í leik Keflavíkur og Fjölnis fór Daniele Wallen Morillo einu sinni sem áður á kostum í liði Keflavíkur. Náði hún tvöfaldri tvennu; gerði 28 stig og tók 19 fráköst, auk þess að gefa fimm stoðsendingar og stela fjórum boltum.

Samherji hennar, Anna Ingunn Svansdóttir, var sömuleiðis drjúg í stigaskorun og endaði með 22 stig.

Í liði Fjölnis voru þær Ariel Hearn og Lina Pikciuté geysilega öflugar og enduðu báðar með tvöfalda tvennu. Hearn skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og gaf auk þess fimm stoðsendingar og stal fjórum boltum.

Pikciuté var með 18 stig og tók 10 fráköst.

Hearn hefði getað tryggt Fjölni sigurinn þegar fjórar sekúndur lifðu leiks en þriggja stiga skot hennar geigaði og sigurinn því heimakvenna í Keflavík.

Útlitið dökkt fyrir KR-inga

Í neðri hluta deildarinnar gerði Breiðablik góða ferð í DHL-höllina í Vesturbænum og bætti enn á kvalir KR, sem er eitt og yfirgefið á botni Domino’s-deildarinnar.

Í liði Blika í dag lék Isabella Ósk Sigurðardóttir vel og náði tvöfaldri tvennu; skoraði 22 stig of tók 14 fráköst.

Stigahæst í liði KR var Annika Holopainen með 17 stig og tók hún sjö fráköst að auki.

Keflavík - Fjölnir 87:85

Blue-höllin, Dominos-deild kvenna, 1. maí 2021.

Gangur leiksins:: 2:0, 10:5, 17:9, 23:16, 31:23, 35:31, 39:33, 42:38, 44:43, 51:47, 58:54, 62:56, 70:62, 74:70, 79:73, 87:85.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 28/19 fráköst/5 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 24, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 11/5 fráköst, Erna Hákonardóttir 9, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 7/9 fráköst, Agnes María Svansdóttir 3, Katla Rún Garðarsdóttir 3/4 fráköst, Anna Lára Vignisdóttir 2.

Fráköst: 27 í vörn, 17 í sókn.

Fjölnir: Ariel Hearn 27/12 fráköst/5 stoðsendingar, Lina Pikciuté 18/10 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 11, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 9, Margrét Ósk Einarsdóttir 8, Sara Carina Vaz Djassi 6/10 fráköst, Heiða Hlín Björnsdóttir 4, Sara Diljá Sigurðardóttir 2.

Fráköst: 25 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Stefán Kristinsson.

Áhorfendur: 60

KR - Breiðablik 65:76

DHL-höllin, Dominos-deild kvenna, 1. maí 2021.

Gangur leiksins:: 4:5, 7:12, 14:16, 19:23, 20:25, 23:29, 27:31, 29:33, 34:42, 35:42, 46:52, 51:52, 53:58, 57:63, 60:70, 65:76.

KR: Annika Holopainen 17/7 fráköst, Perla Jóhannsdóttir 12/5 fráköst, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 11/5 stoðsendingar, Eygló Kristín Óskarsdóttir 9/14 fráköst, Taryn Ashley Mc Cutcheon 8/11 fráköst/5 stoðsendingar, Þóra Birna Ingvarsdóttir 5, María Vigdís Sánchez-Brunete 3.

Fráköst: 28 í vörn, 11 í sókn.

Breiðablik: Isabella Ósk Sigurðardóttir 22/14 fráköst, Iva Georgieva 16/6 fráköst, Jessica Kay Loera 15/6 fráköst/7 stoðsendingar, Birgit Ósk Snorradóttir 12/6 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 5, Sóllilja Bjarnadóttir 2, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 2, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 2.

Fráköst: 28 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Friðrik Árnason, Bjarki Þór Davíðsson.

Áhorfendur: 25

mbl.is