Jöfnuðu metin í fjórða leik

Giannis Antetokounmpo, nr. 34, í leiknum í kvöld.
Giannis Antetokounmpo, nr. 34, í leiknum í kvöld. AFP

Milwaukee Bucks er búið að jafna metin gegn Brooklyn Nets í einvígi liðanna í undanúr­slit­um aust­ur­deild­ar NBA-deild­ar­inn­ar í körfuknatt­leik. Milwaukee vann 107:96 sigur í kvöld og hafa nú bæði lið unnið tvisvar en Brooklyn vann fyrstu tvo leikina.

Giannis Antetokounmpo átti stórleik fyrir heimamenn í Milwaukee, skoraði 34 stig og tók 12 fráköst en Khris Middleton var einnig atkvæðamikill, skoraði 19 stig og gaf átta stoðsendingar. Hjá Brooklyn Nets var Kevin Durant öflugur með 28 stig, 13 fráköst og fimm stoðsendingar en lykilmaðurinn Kyrie Irving fór meiddur af velli snemma leiks.

Liðin mætast aftur í Brooklyn á þriðjudaginn en vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslitaeinvígi deildarinnar.

mbl.is