Nýtt lið Þórsara – fimm erlendir leikmenn fara

Ivan Aurrecoechea er á förum frá Þór eins og fjórir …
Ivan Aurrecoechea er á förum frá Þór eins og fjórir aðrir erlendir leikmenn. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Allir fimm erlendu leikmennirnir, sem léku með Þór á Akureyri í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á síðasta keppnistímabili, eru á förum frá félaginu.

Auk þess er fyrirliðinn Júlíus Orri Ágústsson á leið utan í nám. Akureyri.net fjallar um þetta í dag en þar kemur fram að bandaríski bakvörðurinn Dedrick Deon Basile, spænski miðherjinn Ivan Aurrecoechea, litháíski framherjinn Andrius Globys, ungverski bakvörðurinn Srdan Stojanovic og Fílabeinsstrendingurinn og bakvörðurinn Guy Landri séu allir á förum.

Skýrt hefur verið frá því að tveir nýir erlendir leikmenn séu búnir að semja við Þór, bandaríski bakvörðurinn Jonathan Lawton og svissneski framherjinn Eric Fongue.

mbl.is