Skiptir um félag á Suðurlandi

Kristijan Vladovic er orðinn leikmaður Hamars.
Kristijan Vladovic er orðinn leikmaður Hamars. Ljósmynd/Hamar

Körfuknattleiksdeild Hamars hefur gengið frá samningi við Króatann Kristijan Vladovic. Hann kemur til félagsins frá grönnunum í Selfossi.

Vladovic skoraði 15 stig, tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar að meðaltali með Selfossi í 1. deildinni á síðustu leiktíð.

Hamar tapaði fyrir Vestra í úrslitum umspilsins um sæti í efstu deild á síðustu leiktíð.

mbl.is