Bræður leggja skóna á hilluna

Marc og Pau Gasol ræða málin í Tókýó.
Marc og Pau Gasol ræða málin í Tókýó. AFP

Körfuknattleiksmennirnir og bræðurnir Pau og Marc Gasol hafa gefið það út að þeir hafi lagt landsliðskóna á hilluna en þeir hafa í áraraðir verið með bestu leikmönnum Spánverja.

Lokaleikur Gasol-bræðranna í spænsku landsliðstreyjunni var gegn Bandaríkjunum á Ólympíuleikunum í Tókýó í morgun þar sem liðið mátti þola 81:95-tap.

Pau er 41 árs og lék með Barcelona á síðustu leiktíð. Hann vann ellefu sinnum til verðlauna með spænska liðinu og varð heimsmeistari árið 2006.

Marc, sem er 36 ára og leikur með LA Lakers í NBA-deildinni, vann níu verðlaun með landsliðinu, þar á meðan gull á HM 2006 og 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert