Sterkur í stórum sigri í Baskalandi

Tryggvi Snær Hlinason skoraði 11 stig í kvöld.
Tryggvi Snær Hlinason skoraði 11 stig í kvöld. Ljósmynd/FIBA Europe

Tryggvi Snær Hlinason landsliðsmaður í körfuknattleik var öflugur í liði Zaragoza í kvöld þegar það vann stórsigur á útivelli, 100:76, gegn Bilbao í spænsku ACB-deildinni.

Tryggvi hóf leikinn í Baskaborginni og lék samtals í rúmar 22 mínútur þar sem hann skoraði 11 stig og tók 9 fráköst, þar af sex varnarfráköst.

Zaragoza hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu en liðið vann 98:91 heimasigur á Manresa í fyrstu umferðinni.

mbl.is