Sextán manna landsliðshópur tilkynntur

Craig Pedersen ræðir við leikmenn sína.
Craig Pedersen ræðir við leikmenn sína. mbl.is/Árni Sæberg

Craig Pedersen landsliðsþjálfari karla í körfuknattleik, tilkynnti í dag sextán manna hóp fyrir lokaundirbúninginn vegna leikja Íslands í undankeppni heimsmeistaramótsins.

Ísland mætir Hollandi í síðasta leik fyrri undankeppninnar á Ásvöllum á föstudagskvöldið og spilar síðan tvo fyrstu leikina í seinni undankeppninni í ágúst. Þar leika sex lið um þrjú sæti á HM og þegar er ljóst að Ísland tekur með sér þangað sigurleikina gegn Hollandi og Ítalíu, og á möguleika á að bæta þriðja sigrinum við á föstudagskvöldið. 

Martin Hermannsson verður ekki með íslenska liðinu á næstunni en hann sleit krossband í hné í leik með Valencia fyrir skömmu.

Hópur Íslands er þannig skipaður:

Elvar Már Friðriksson · Derthona Basket, Ítalíu

Haukur Helgi Briem Pálsson · Njarðvík

Gunnar Ólafsson · Stjarnan

Hilmar Smári Henningsson · Haukum

Hilmar Pétursson · Breiðablik

Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík

Jón Axel Guðmundsson · Crailsheim, Þýskalandi

Kári Jónsson · Valur

Kristinn Pálsson · Aris Leeuwarden, Hollandi

Ólafur Ólafsson · Grindavík

Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamri

Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll

Styrmir Snær Þrastarson · Davidson, USA

Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spáni

Þórir G. Þorbjarnarsson · Landstede Hammers, Hollandi

Ægir Þór Steinarsson · Gipuzkoa Basket, Spáni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert