Mögnuð í átta stiga sigri

Isabella Ósk Sigurðardóttir í leik með Breiðabliki.
Isabella Ósk Sigurðardóttir í leik með Breiðabliki. mbl.is/Árni Sæberg

Isabella Ósk Sigurðardóttir átti magnaðan leik er lið hennar South Adelaide Panthers vann átta stiga sigur á Forestville Eagles í áströlsku B-deildinni í körfubolta í Forestville rétt í þessu.

Staðan var 50:38 heimakonum í vil í hálfleik. En góður þriðji leikhluti kom South Adelaide fjórum stigum yfir fyrir þann fjórða. Adelaide vann hann með fjórum stigum og lokatölur því 83:91.

Isabella spilaði rétt undir 28 mínútur og skilaði 21 stigi, tók heil 16 fráköst og var með tvær stoðsendingar. 

South Adelaide er í efsta sæti Central-riðlisins með 22 stig eftir 12 leiki. 

mbl.is