KR samdi við framherja

Roberts Freimanis er 205 sentímetra framherji.
Roberts Freimanis er 205 sentímetra framherji. Ljósmynd/KR

Roberts Freimanis er genginn til liðs við karlalið KR og mun hann leika með liðinu á komandi keppnistímabili í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, Subway-deildinni.

Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag en Freimanis, sem er 31 árs gamall, er 205 sentímetra framherji.

Hann lék síðast með Academic Plodiv í efstu deild Búlgaríu þar sem hann skoraði 11 stig að meðaltali, ásamt því að taka sjö fráköst.

Roberts hefur lengst af leikið í Lettlandi en einnig í Eistlandi sem og sameiginlegri úrvalsdeild Eistlands og Lettlands,“ segir meðala annars í tilkynningu Vesturbæinga.

KR hafnaði í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og féll úr leik í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins eftir tap gegn Njarðvík.

mbl.is
Loka