Liðstyrkur á Hlíðarenda

Frank Aron Booker er mættur aftur á Hlíðarenda.
Frank Aron Booker er mættur aftur á Hlíðarenda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frank Aron Booker er genginn til liðs við Íslandsmeistara Vals í körfuknattleik á nýjan leik eftir að hafa leikið með Breiðabliki á síðustu leiktíð.

Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag en hann þekkir vel til á Hlíðarenda eftir að hafa leikið með liðinu í tvö tímabili, frá 2019 til 2021 þar sem hann skoraði 15 stig að meðaltali. 

Þá er Benony Svan Sigurðsson einnig genginn til liðs við Valsmenn frá ÍR en hann á að baki landsleiki með öllum yngri landsliðum Íslands.

Valsmenn eru ríkjandi Íslandsmeistarar en liðið lagði Tindastól að velli í oddaleik í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins á síðustu leiktíð.

mbl.is