Hákon yfirgefur Bandaríkin

KR-ingurinn Michele Di Nunno og Hákon Örn Hjálmarsson.
KR-ingurinn Michele Di Nunno og Hákon Örn Hjálmarsson. Haraldur Jónasson/Hari

Körfuknattleiksmaðurinn Hákon Örn Hjálmarsson yfirgefur bandaríska háskólaliðið Binghamton Bearcats og mun mögulega leika á Íslandi á komandi tímabili, en hann hefur ekki ákveðið hvar framtíðin liggur. 

Frá þessu greinir Karfan.is

Hákon er 23 ára gamall ÍR-ingur sem hóf meistaraflokksferil sinn aðeins 16 ára gamall. Hann var hjá ÍR þar til ársins 2019 og skilaði 13 stigum, tók fjögur fráköst og gaf fjórar stoðsendingar á síðasta tímabili sínu í Breiðholtinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert