Unnu með 69 stiga mun

Afar athyglisverðar lokatölur litu dagsins ljós þegar Tindastóll fékk Breiðablik b í heimsókn á Sauðárkrók í 1. deild kvenna í körfuknattleik í kvöld.

Óhætt er að segja að Stólarnir hafi ráðið lögum og lofum þar sem leiknum lauk með 95:26-sigri heimakvenna.

Eftir að Blikar komust í 4:5-forystu eldsnemma leiks gáfu þeir ansi mikið eftir og var staðan 26:8 að loknum fyrsta leikhluta.

Stólarnir bættu bara í og unnu þennan afskaplega örugga sigur.

Chloe Rae Wanink fór á kostum í liði Tindastóls og skoraði 34 stig ásamt því að taka sjö fráköst og stela sex boltum.

Samherji hennar Eva Rún Dagsdóttir lék sömuleiðis einkar vel er hún skoraði 18 stig, tók tíu fráköst, gaf átta stoðsendingar og stal fimm boltum.

Tindastóll - Breiðablik b 95:26

Sauðárkrókur, 1. deild kvenna, 23. september 2022.

Gangur leiksins:: 4:5, 10:5, 19:8, 26:8, 31:10, 33:11, 39:13, 46:13, 54:13, 61:13, 69:14, 74:18, 79:21, 84:22, 88:22, 95:26.

Tindastóll: Chloe Rae Wanink 34/7 fráköst/6 stolnir, Eva Rún Dagsdóttir 18/10 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Inga Sólveig Sigurðardóttir 10/7 fráköst, Emese Vida 8/23 fráköst/3 varin skot, Kristín Halla Eiríksdóttir 7, Emma Katrín Helgadóttir 5, Klara Sólveig Björgvinsdóttir 5, Ingigerður Sól Hjartardóttir 4/4 fráköst, Hafdís Lind Sigurjónsdóttir 2, Snædís Birna Árnadóttir 2.

Fráköst: 40 í vörn, 19 í sókn.

Breiðablik b: Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 7/10 fráköst, María Vigdís Sánchez-Brunete 5/5 fráköst, Selma Pedersen Kjartansdóttir 4, Embla Dís Ásgeirsdóttir 3/4 fráköst, Sara Dagný Þórðardóttir 3, Þórdís Rún Hjörleifsdóttir 2, Aldís Erna Pálsdóttir 1/4 fráköst, Sigríður Antonsdóttir 1.

Fráköst: 21 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Birgir Örn Hjörvarsson, Joaquin de la Cuesta.

Áhorfendur: 300

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert