Ármann vann sannfærandi sigur

Schekinah Bimpa átti stórleik fyrir Ármann. Edda Karlsdóttir er til …
Schekinah Bimpa átti stórleik fyrir Ármann. Edda Karlsdóttir er til varnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ármann vann nokkuð öruggan sigur, 78:66, á Tindastól í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar liðin mættust í íþróttahúsi Kennaraháskólans.

Schekinah Sandja Bimpa var atkvæðamest fyrir Ármann með 30 stig, 11 fráköst og 5 stolna bolta. Þar á eftir kom Jónína Þórdís með 28 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar.

Chloe Rae Wanink skoraði hæst fyrir Tindastól 27 stig og var að auki 5 stoðsendingar. Emese Vida skoraði 19 stig, var með 24 fráköst og 5 varin skot.

Þetta voru fyrstu stig Ármenninga sem töpuðu fyrir Þór á Akureyri í fyrstu umferðinni en Tindastóll hefur nú tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu.

Gangur leiksins:: 4:2, 9:6, 11:13, 15:22, 24:26, 29:32, 35:40, 41:40, 46:40, 54:47, 56:50, 60:57, 64:60, 69:66, 74:66, 78:66.

Ármann: Schekinah Sandja Bimpa 30/11 fráköst/5 stolnir, Jónína Þórdís Karlsdóttir 28/14 fráköst/7 stoðsendingar, Hildur Ýr Káradóttir Schram 10/8 fráköst, Telma Lind Bjarkadóttir 6/7 stoðsendingar, Viktoría Líf Önnudóttir Schmidt 4/5 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 13 í sókn.

Tindastóll: Chloe Rae Wanink 27/5 stoðsendingar, Emese Vida 19/24 fráköst/5 varin skot, Inga Sólveig Sigurðardóttir 11/4 fráköst, Eva Rún Dagsdóttir 9.

Fráköst: 28 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Ingi Björn Jónsson, John Ryan Alguno.

Áhorfendur: 45

mbl.is