Ægir fór á kostum í naumum sigri

Ægir Þór Steinarsson átti stórleik fyrir Alicante í kvöld.
Ægir Þór Steinarsson átti stórleik fyrir Alicante í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Ægir Þór Steinarsson átti sannkallaðan stórleik fyrir lið sitt Alicante þegar það vann nauman 89:85-sigur á Estudiantes í spænsku B-deildinni í körfuknattleik karla í kvöld.

Ægir Þór skoraði 25 stig, tók tvö fráköst, gaf fimm stoðsendingar og stal einum bolta á 26 leiknum mínútum.

Var hann stigahæstur allra í leiknum.

Eftir sigurinn er Alicante í fjórða sæti spænsku B-deildarinnar með 13 stig eftir átta leiki.

mbl.is