Njarðvík fór illa með botnliðið

Dedrick Basile lék afar vel með Njarðvík.
Dedrick Basile lék afar vel með Njarðvík. mbl.is/Óttar Geirsson

Njarðvík átti ekki í neinum vandræðum með að vinna 119:88-útisigur á botnliði Þórs frá Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld.

Njarðvík var með 30:19 forskot eftir fyrsta leikhlutann og voru hálfleikstölur 59:47. Var seinni hálfleikur formsatriði fyrir deildarmeistarana.

Dedrick Basile skoraði 28 stig fyrir Njarðvík og gaf tólf stoðsendingar. Maciek Baginski bætti við 23 stigum. Vincent Shahid skoraði 30 stig fyrir Þór og Styrmir Snær ÞRastarson skoraði 18 stig.

Njarðvík er í fjórða sæti með tíu stig, eins og Breiðablik og Keflavík. Þór er á botninum, með aðeins einn sigur.

Icelandic Glacial höllin, Subway deild karla, 01. desember 2022.

Gangur leiksins:: 4:6, 4:16, 11:22, 19:30, 22:35, 34:44, 36:52, 47:59, 51:62, 57:65, 62:75, 64:82, 72:90, 79:101, 86:111, 88:119.

Þór Þ.: Vincent Malik Shahid 30/4 fráköst/9 stoðsendingar, Styrmir Snær Þrastarson 18/7 fráköst/6 stoðsendingar, Davíð Arnar Ágústsson 11, Pablo Hernandez Montenegro 11/7 fráköst, Fotios Lampropoulos 8/6 fráköst, Tómas Valur Þrastarson 8, Emil Karel Einarsson 2.

Fráköst: 21 í vörn, 10 í sókn.

Njarðvík: Dedrick Deon Basile 28/12 stoðsendingar, Maciek Stanislav Baginski 23, Elías Bjarki Pálsson 20/13 fráköst/7 stoðsendingar, Mario Matasovic 13/4 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 12/4 fráköst, Logi Gunnarsson 12, Lisandro Rasio 11/4 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Gunnlaugur Briem, Ingi Björn Jónsson, Daníel Steingrímsson.

Áhorfendur: 125

mbl.is