Boston vann einvígi toppliðanna

Jayson Tatum sækir að Devin Booker í nótt.
Jayson Tatum sækir að Devin Booker í nótt. AFP/Christian Pedersen

Boston Celtics, topplið Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta vestanhafs, hafði betur gegn Phoenix Suns, toppliði Vesturdeildarinnar, á útivelli í nótt. Urðu lokatölur 125:89.

Sem fyrr voru Jaylen Brown og Jayson Tatum atkvæðamiklir hjá Boston, en þeir skoruðu 25 stig hvor. Josh Okogie hjá Phoenix var hins vegar stigahæstur allra með 28 stig.

New Orleans Pelicans nýtti sér úrslitin og skaut sér á toppinn í Vesturdeildinni með 104:98-heimasigri á Detroit Pistons. Zion Williamson skoraði 29 stig og tók 10 fráköst fyrir New Orleans. Saddiq Bey gerði 25 stig fyrir Detroit.

Zion Williamson átti góðan leik fyrir New Orleans Pelicans.
Zion Williamson átti góðan leik fyrir New Orleans Pelicans. AFP/Jonathan Bachman

Milwaukee Bucks eltir Boston eins og skugginn í Austurdeildinni. Liðið vann 126:113-heimasigur á Sacramento Kings. Giannis Antetokounmpo var atkvæðamikill að vanda hjá Milwaukee og skoraði 35 stig. Jrue Holiday gerði 31 stig. Domantas Sabonis skoraði 23 fyrir Sacramento.

Úrslit næturinnar í NBA-körfuboltanum:
Orlando Magic – Los Angeles Clippers 116:111
Brooklyn Nets – Charlotte Hornets 122:116
New York Knicks – Atlanta Hawks 113:89
Toronto Raptors – Los Angeles Lakers 126:113
Chicago Bulls – Washington Wizards 115:111
Memphis Grizzlies – Oklahoma City Thunder 123:102
Milwaukee Bucks – Sacramento Kings 126:113
Minnesota Timberwolves – Indiana Pacers 121:115
New Orleans Pelicans – Detroit Pistons
Utah Jazz – Golden State Warriors 124:123
Phoenix Suns – Boston Celtics 98:125

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert