Toppliðið ekki í vandræðum með botnliðið

Karina Konstantinova var drjúg hjá Keflavík.
Karina Konstantinova var drjúg hjá Keflavík. mbl.is/Óttar Geirsson

Topplið Keflavíkur átti ekki í neinum vandræðum með að vinna botnlið ÍR er liðin mættust í 19. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Urðu lokatölur 99:51.

Keflavík var með 19 stiga forskot í hálfleik, 50:31, og hélt áfram að bæta í forskotið í seinni hálfleik.

Anna Ingunn Svansdóttir var stigahæst hjá Keflavík með 19 stig og Karina Konstantinova bætti við 16 stigum og sjö fráköstum.

Aníka Linda Hjálmarsdóttir skoraði 15 stig og tók sjö fráköst fyrir ÍR. Sólrún Sæmundsdóttir gerði 12 stig.

Keflavík er með 34 stig á toppnum, fjórum stigum á undan Haukum og Val. Valur getur minnkað forskotið aftur í tvö stig með sigri á Grindavík síðar í kvöld.

ÍR er sem fyrr á botninum, með aðeins tvö stig.

mbl.is