Dæmdu allir bardaga Gunnars eins

Burns fagnar sigrinum í gær.
Burns fagnar sigrinum í gær. Ljósmynd/UFC

Bardagakappinn Gunnar Nelson varð að sætta sig við tap fyrir Brasilíumanninum Gilbert Burns á UFC-bardagakvöldi í Royal Arena í Kaupmannahöfn gærkvöldi.

Bardaginn fór í þrjár lotur og vann Burns á einróma dómaraúrskurði, 29:28.

Nú er búið að gefa út skorkort dómaranna og voru þeir allir sammála um að Gunnar hefði unnið fyrstu lotuna 10:9, en tapað næstu tveimur með sömu stigatölu. 

Þriðja lotan var afar jöfn, en Burns náði Gunnari niður með fellu undir lok lotunnar, sem virðist hafa tryggt honum sigurinn. 

Burns hefur unnið fjóra bardaga í röð á meðan Gunnar hefur tapað tveimur í röð og þremur af síðustu fjórum. 

mbl.is