Schauffele leiðir fyrir lokahringinn

Xander Schauffele er með naumt forskot fyrir lokahringinn á Ólympíuleikunum.
Xander Schauffele er með naumt forskot fyrir lokahringinn á Ólympíuleikunum. AFP

Bandaríkjamaðurinn Xander Schauffele er áfram með naumt forskot í golfi karla á Ólympíuleikunum í Tókýó þegar þegar þremur hringjum er lokið.

Schauffele byrjaði illa í nótt eftir að hafa leikið á átta undir pari á öðrum hring í gær, sem var jöfnun á ólympíumeti.

Hann fór loks að finna sig á níundu flöt og er nú með eins höggs forystu fyrir lokahringinn sem fer fram í nótt.

Schauffele hefur leikið á 14 höggum undir pari og í öðru sæti á eftir honum er heimamaðurinn Hideki Matsuyama, sem hefur leikið á 13 höggum undir pari.

Skammt undan eru Paul Casey og Carlos Ortiz báðir á 12 höggum og Sebastian Munoz, Rory McIlroy, Mito Pereira og Sepp Straka, allir á 11 höggum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert