Hafdís setti Íslandsmet í langstökki

Hér má sjá Hafdísi stökkva í dag.
Hér má sjá Hafdísi stökkva í dag. Eggert Jóhannesson

Hafdís Sigurðardóttir bætti eigið Íslandsmet í langstökki innanhúss strax í fyrsta stökki á Reykjavíkurleikunum í Laugardalnum rétt í þessu. 

Hafdís kann vel við sig á leikunum en í fyrra setti hún Íslandsmet þegar hún stökk 6,46 metra. Nú gerði hún gott betur og stökk 6,54 metra. 

Hafdís þarf líklega að stökkva 6,70 metra til þess að vinna sér keppnisrétt á HM innanhúss í mars. 

mbl.is