Katrín Tanja og Andre Houdet fögnuðu sigri

Katrín Tanja og Andre Houdet á Reykjavíkurleikunum.
Katrín Tanja og Andre Houdet á Reykjavíkurleikunum. Ljósmynd/Hafsteinn Snær Þorsteinsson

Mikil spenna var fyrir CrossFit para keppninni á Reykjavíkurleikunum í dag en fjögur lið kepptu um Reykjavíkurmeistaratitilinn. Keppt var í 5 greinum á 90 mínútum í Crossfit Reykjavík, liðin eru samsett af einni konu og einum karli. Upprunalega átti keppnin að fara fram síðustu helgi, en Covid-smit meðal keppenda setti strik í reikninginn.

Liðin voru samsett af Annie Mist og Khan Porter, Katrínu Tönju og Andre Houdet, Tola Morakinyo og Lauren Fisher og Garðari Ólafssyni og Rebecka Vitesson. 

Keppnin var fjölbreytt 

Í fyrstu greininni kepptu fyrst konurnar og því næst karlarnir. Annie Mist sigraði kvennamegin og félagi Katrínar sigraði karlamegin. 

Önnur greinin er í anda liðsæfinga CrossFit, þá þurftu félagarnir að vera samtaka í æfingunum, þar sem þau gerðu dauðalyftu og fram-hnébeygju samtaka. Katrín Tanja og Andre Houdet unnu þessa grein. 

Þriðja greinin var lyftingakeppni, þar sem þau þurftu að lyfta eins þungu og þau gátu. Konurnar tóku snörun þar sem Annie Mist og Rebecka Viteson lyftu 85 kg. Karlamegin lyftu þeir í jafnhöttun og þar lyfti þyngst Andre Houdet, þegar hann lyfti 165kg, næstur var Tola Morakinyo með 162,5 kg.

Í fjórðu greininni þurfti að vinna með samhæfingu liðanna þegar þau gerðu æfingar með þungan bolta og burpees. Annie og Khan unnu þá grein og þá var keppnin orðin spennandi fyrir lokagreinina.

Fimmtu greinina ”The Relay” kláruðu konurnar fyrst og karlarnir máttu byrja þegar konurnar voru búnar. Þar var teknar lyftingar, bar muscle up og svo enduðu á 21 m handstöðugöngu. Katrín og Andre unnu þessa grein og tryggðu sér því sigurinn í Reykjavíkurleikunum 2022.

Þetta var frábær skemmtun, mikill áhugi var erlendis frá og því var keppninni lýst bæði á íslensku og ensku.

Katrín Tanja fagnar sigri á Reykjavíkurleikunum.
Katrín Tanja fagnar sigri á Reykjavíkurleikunum. Ljósmynd/Marta María B. Siljudóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert