Ísland í 9. sæti varðandi samkeppnishæfni einstakra þjóða

Íslendingar geta vel við unað varðandi samkeppnishæfni einstakra þjóða.
Íslendingar geta vel við unað varðandi samkeppnishæfni einstakra þjóða. mbl.is/Þorkell
Ísland er í 9. sæti varðandi samkeppnishæfni einstakra þjóða, sem eru með minna en 20 milljónir íbúa, samkvæmt „World Competitiveness Yearbook“ sem byggist á alþjóðlegri samanburðarrannsókn, sem svissneski viðskiptaháskólinn IMD stendur fyrir árlega. Finnar eru í efsta sæti, en meðal þjóða sem eru með meira en 20 milljónir íbúa eru Bandaríkjamenn í efsta sæti.

IMD skoðar fjölda efnahagslegra ganga og þá eru spurningakönnun meðal helstu fyrirtækjanna í hverju landi.

IMD-listinn yfir 12 efstu þjóðinar, í hópi landa sem eru með færri en 20 milljónir íbúa er þannig:

 1. Finnland
  Singapore
  Danmörk
  Hong Kong
  Sviss
  Lúxemborg
  Svíþjóð
  Holland
  Ísland
  Austurríki
  Írland
  Noregur

  Banaríkin eru í efsta sæti þriðja árið í röð meðal þjóða sem eru með fleiri en 20 milljónir íbúa. Þar er Ástralía í öðru sæti og Kanada í þriðja. Japan er aðeins í 11. sæti.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir