FL Group kaupir hlut í bresku spilakassafélagi

Tilkynnt var til kauphallarinnar í Lundúnum í dag að FL Group hafi keypt 10% hlut í breska félaginu Inspired Gaming Group PLC en kaupverð hlutarins er 15,3 milljónir pund, jafnvirði um 2 milljarða króna.

Fram kemur í ½5 fréttum Kaupþings í dag, að Inspired Gaming Group sérhæfi sig í lausnum fyrir afþreyinga- og leikjamarkaðinn og reki m.a. spilakassa og ýmiskonar leiktæki víðsvegar um Bretland. Félagið er skráð á AiM hliðarmarkaðinn í Lundúnum.

Gengi hlutabréfa félagsins hafa hækkað töluvert að undanförnu og hækkunin það sem af er þessu ári nemur um 10,5%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK