Breytingar á stjórn Glitnis

Breytingar verða á stjórn Glitnis samkvæmt tilkynningu um framboð í stjórnina, sem bárust í dag þegar framboðsfresti lauk. Þorsteinn M. Jónsson, stjórnarformaður bankans, er ekki í framboði á aðalfundi bankans, sem verður 20. febrúar.

Úr stjórninni fara einnig Haukur Guðjónsson, Katrín Pétursdóttir, Pétur Guðmundarson og Skarphéðinn Berg Steinarsson. Áfram sitja   Björn Ingi Sveinsson og Jón Sigurðsson.

Ný í stjórn koma Hans Kristian Hustad,  Kristinn Þór Geirsson, Kristín Edwald, Sigurður G. Guðjónsson og Þorsteinn Már Baldvinsson.

Varamenn verða Árni Harðarson, Bernhard Nils Bogason,  Gunnar Jónsson,  Haukur Guðjónsson, Jón Björnsson,  Kristinn Bjarnason og Steingrímur Halldór Pétursson.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK