Verið að skrúfa fyrir súrefnið til Íslands

Lars Christiansen, yfirmaður greiningardeildar Danske Bank, segir við danska viðskiptablaðið Børsen í dag, að útlitið sé ekki gott fyrir íslenska hagkerfið og markaðurinn sé smátt og smátt að skrúfa fyrir súrefnið til íslenska fjármagnsmarkaðarins.

Christiansen segir, að svo virðist, sem lánaævintýri íslensku bankanna sé lokið og allt stefni í harða lendingu bæði íslenska hagkerfisins og íslenskra fjármálastofnana.

Í greininni er einnig rætt við David Karsbøl hjá greiningardeild Saxo Bank en á vef Børsen í gær sagði Karsbøl m.a. að allt útlit væri fyrir að einn eða fleiri íslenskir bankar yrðu gjaldþrota á næstunni.

Karsbøl segir m.a. við Børsen í dag,  að íslenski seðlabankinn dæli nú fé inn í íslenska hagkerfið og það sé eitthvað, sem búast megi við í þróunarríkjum á borð við Simbabve en ekki í vestrænu hagkerfi.

Í blaðinu er einnig rætt við Sigurð Einarsson, stjórnarformann Kaupþings, sem segir að ummæli Karsbøls um Kaupþing séu algerlega óábyrg og séu ekki í neinni snertingu við raunveruleikann.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK