Hagnaður British Airways eykst

Reuters

Hagnaður breska flugfélagsins British Airways nam 680 milljónum punda á síðasta fjárhagsári félagsins sem lauk 31. mars. Á fjárhagsárinu á undan var hagnaðurinn 290 milljónir punda. Tilkynnti félagið að greiddur yrði út arður til hluthafa í fyrsta skipti frá árinu 2001.  

Starfsfólk félagsins fær greidda launauppbót, samtals 35 milljónir punda. Willie Walsh, forstjóri, sagðist þó ekki myndu taka við sínum hluta af launauppbótinni, sem hefði að óbreyttu verið um 700 þúsund pund. Sagðist hann telja það óviðeigandi í ljósi klúðursins, sem varð þegar nýja flugstöðin á Heathrow flugvelli var tekin í notkun í mars.

Útlitið í flugrekstri er ekki sérstaklega bjart, að sögn félagsins, vegna hækkandi eldsneytisverðs. Segir félagið að næstu mánuðir verði erfiðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK