500 milljarðar til eigenda

Kaupþing banki
Kaupþing banki
Kaupþing lánaði stærstu eigendum sínum og tengdum aðilum samtals 478 milljarða króna, samkvæmt lánabók Kaupþings, en Morgunblaðið hefur hluta hennar undir höndum. Um er að ræða lán til Ágústs og Lýðs Guðmundssona, Ólafs Ólafssonar, Roberts Tchenguiz og félaga í þeirra eigu.

Lánin voru ýmist veitt þeim sjálfum, íslenskum fyrirtækjum sem þeir áttu eða eignarhaldsfélögum í Hollandi og á Tortola-eyju. Um er að ræða stöðu útlána 30. júní 2008, þremur mánuðum fyrir hrun bankans. Lánin eru gengisbundin og flest veitt í gegnum Lúxemborg og London. Séu lánin umreiknuð miðað við stöðu krónunnar í dag eru þetta lánveitingar upp á rúmlega 573 milljarða króna. Upphæð lánanna fékkst staðfest hjá Kaupþingi í gær.

Lánveitingar til Ágústs og Lýðs í gegnum Exista-samstæðuna nema 169,1 milljarði króna. Þar af er 108,4 milljarða lán til Exista hf. og 30,8 milljarða lán til eignarhaldsfélags þeirra bræðra, Bakkabraedur Holding BV. Exista var stærsti hluthafi Kaupþings þegar bankinn féll.

Útistandandi lán til Roberts Tchenguiz, sem situr í stjórn Exista, nemur samtals 230,2 milljörðum króna, samkvæmt lánabókinni, en 278 milljörðum króna sé það umreiknað miðað við gengi. Af lánveitingum til þrettán félaga í eigu Tchenguiz eru sjö þeirra skráð á Tortola-eyju. Lánveitingar til Ólafs Ólafssonar og tengdra félaga nema 78,9 milljörðum króna.

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir