Árshækkun vísitölu neysluverðs 11,9%

Matarkarfan hefur hækkað um 18,8% á tímabilinu
Matarkarfan hefur hækkað um 18,8% á tímabilinu mbl.is/Ómar Óskarsson

Vísitala neysluverðs hækkaði um 11,9% frá apríl 2008 til apríl í ár. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs án húsnæðis um 15,6%. Hratt hefur dregið úr verðbólgu síðustu mánuði eftir miklar verðbreytingar sem náðu hámarki í janúar 2009.

Erlendur gjaldeyrir hækkaði um 44%

Á vef Hagstofu Íslands kemur fram að verð erlends gjaldeyris hækkaði um 44% á sama tíma. Ísland er mjög háð innflutningi á neysluvörum og er hlutur innfluttrar vöru í grunni vísitölu neysluverðs ríflega þriðjungur. Verð á innfluttum vörum hækkaði um 20,3% (vísitöluáhrif 7,14%) frá apríl 2008 til apríl 2009. Þar af hækkaði verð á innfluttum matvörum um 34,7% (0,99%), áfengi og tóbaki um 24,7% (0,73%) og verð nýrra bíla og varahluta hækkaði um 12,2% (0,59%). Verð á bensíni og díselolíu hækkaði á sama tíma aðeins um 1,2% (0,06%) en lækkun á heimsmarkaðsverði vó þar á móti gengisáhrifum. Næstu tólf mánuðina á undan hækkaði það um 33,6%.

Verð á þjónustu hækkaði um 9,2%

Kostnaður vegna húsnæðis hækkaði um 0,7% (vísitöluáhrif 0,17%) frá apríl 2008 til apríl 2009 en til húsnæðis teljast greidd og reiknuð leiga ásamt viðhaldi á húsnæði. Kostnaður vegna eigin húsnæðis (reiknuð leiga) lækkaði um 11,1%, greidd leiga hækkaði um 24,4% og viðhald húsnæðis hækkaði um 33,9% á sama tímabili. Tólf mánuðina þar á undan hækkaði kostnaður vegna eigin húsnæðis um 17,1% en greidd leiga um 11%.

Verð á þjónustu hefur hækkað um 9,2% (2,61%) frá apríl 2008–2009. Þar af hefur verð á opinberri þjónustu hækkað um 4,2% (0,32%) en verð á annarri þjónustu um 11,1% (2,29%).

Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 18,8% (2,33%) frá apríl 2008 til jafnlengdar 2009. Verðið hækkaði um rúm 20% frá apríl 2008 til janúar 2009 en hefur frá febrúar til apríl 2009 lækkað um 1,4%. Verð á húsnæði var á árunum 2004 til 2008 einn helsti þáttur í breytingum verðlags en frá júní 2002 fram á mitt árið 2008 mældist tólf mánaða breyting vísitölunnar í heild meiri en breyting vísitölunnar án húsnæðisins.

Sjá nánar á vef Hagstofu Íslands

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK