Varar við borgarastyrjöld

Vilhjálmur Bjarnason, formaður félags fjárfesta, varar við því að hér geti brotist út borgarastyrjöld ef Kaupþing verði við óskum Björgólfsfeðga um að greiða fjörutíu til fimmtíu prósent af tæplega sex milljarða skuld þeirra feðga við bankann, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta kom fram í máli Vilhjálms í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann ítrekaði þessi orð sín í Kastljósi Ríkissjónvarpsins.

Óeðlilegt sé að þeir fái að greiða einungis tæpan helming skulda sinna þegar öðrum sé gert að greiða skuldir sínar að fullu.

Í Fréttablaðinu í morgun kom fram að Björgólfur Guðmundsson og Björg­ólfur Thor Björgólfsson hafi gert Nýja Kaupþingi tilboð um að greiða 500 milljónir af skuld sinni á þessu ári. Skuldin er upphaflega tilkomin vegna kaupa eignarhaldsfélags þeirra, Samsonar, á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum árið 2003.

Krafa Kaupþings á hendur Samson er 4,9 milljarðar króna án dráttarvaxta en kröfulýsingin í þrotabú Samsonar er um 5,9 milljarðar með dráttarvöxtum og öðrum áföllnum kostnaði, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Ítrekað hefur verið reynt að ná í Ásgeir Friðgeirsson, talsmanns Björgólfsfeðga, vegna þessa í dag án árangurs.

Björgólfur Guðmundsson
Björgólfur Guðmundsson Kristinn Ingvarsson
Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson. mbl.is/Kristinn
Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason Brynjar Gauti
mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK