Tobin skatt á fjármálagerninga

Nicolas Sarkozy ásamt fjármálaráðherra Frakklands, Christine Lagarde.
Nicolas Sarkozy ásamt fjármálaráðherra Frakklands, Christine Lagarde. Reuters

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands hefur í hyggju að hvetja G20 ríkin, á fundi þeirra í Pittsburg í Bandaríkjunum um næstu helgi, til að samþykkja að svokallaður Tobin skattur verði lagður á allar fjármálagerninga.

Er markmiðið með skattinum að draga úr óhóflegri spákaupmennsku og hvetja til þess að horft sé til lengri tíma við ákvarðanatöku. .

BBC hefur hins vegar eftir embættismönnum hjá ESB að það séu nær engar líkur á að ná alþjóðlegu samþykki um slíkan skatt.Er hermt að stuðningsmenn Tobin skattsins megi því eiga von á að þurfa að berjast fyrir innleiðingu hans.

Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands hafi til dæmis lýst yfir efasemdum um gagnsemi skattsins í Brussel á fimmtudag. Ekki þurfi nema eitt eða tvö lönd að hafna skattinum til útfærsla hans geti orðið erfið og menn færi sig þá á milli landa eftir hentugleikum til að forðast hann.

Hugmyndin um Tobin skattinn er ekki ný af nálinni en bandaríski hagfræðingurinn James Tobin kom fram með hugmyndina á áttunda áratug síðustu aldar. Þá var hugmyndin að nýta skattinn til aðstoðar þróunarlöndum en núna væri hægt að nota hann til bjargar fjármálageiranum eða í aðgerðapakka stjórnvalda sem er ætlað að blása lífið í efnahag viðkomandi landa.

Lord Adair Turner, stjórnarformaður Breska fjármálaeftirlitsins endurvakti hugmyndina í ágúst og benti á skatturinn gæti virkað sem stuðpúði gegn hnignandi efnahagslífi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK