Bræðurnir að missa Bakkavör?

Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir.
Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir. Brynjar Gauti

Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir gætu verið að missa matvælafyrirtækið Bakkavör, samkvæmt frétt Stöðvar 2. Settu þeir ákvæði inn í lánasamninga, er þeir seldu sjálfum sér hlut í félaginu, þannig að kröfurhafar geta ekki skipt um stjórnendur, og verða áfram við stjórnvölinn þar til nýir eigendur koma að fyrirtækinu.

Ágúst er því áfram forstjóri og Lýður áfram stjórnarformaður. En eignarhlutur þeirra er aftur kominn til Exista, sem er meðal kröfuhafa Bakkavarar. Í frétt Stöðvar 2 kom fram að bræðurnir eigi möguleika á að kaupa aftur lítinn hlut í Bakkavör eftir fjögur eða fimm ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir