Hilda hf. eignast í Færeyjabanka

Frá Þórshöfn í færeyjum.
Frá Þórshöfn í færeyjum. Ómar Óskarsson

Íslenska félagið Hilda hf. á nú 7,72% í Færeyja Banka að því er vefsíða færeyska blaðsins Dimmalætting greinir frá. Hilda hf. er með sama heimilisfang og Saga Capital á Akureyri. Um er að ræða formbreytingu en sömu eigendur eru að Hildu hf. og Saga Capital.

Brynhildur Ólafsdóttir, forstöðumaður samskiptasviðs Saga Capital, sagði að gamli eignarhluti Saga Capital hafi verið færður yfir í Hildu hf. Þetta sé liður í endurskipulagningu sem farið var í rétt fyrir síðustu jól. Nú eigi Hilda hf. Saga Capital og virka eignarhluti í öðrum fjármálafyrirtækjum. Hluturinn sé enn í eigu sömu eigenda, einungis sé um nafnbreytingu að ræða.

Bankinn tilkynnti um viðskiptin til kauphallar því eignarhluturinn fór yfir 5%. Í gær voru tilkynnt ein viðskipti með Færeyjabanka fyrir rúma 2,6 milljarða króna. Engin breyting var á verði hlutabréfa bankans en það er 132 krónur á hlut.

Félag í eigu Jákup á Dul Jacobsen, eiganda Rúmfatalagersins og fleiri fyrirtækja hér á landi, hefur verið á meðal stærstu einstakra hluthafa í bankanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir