Hagur sjávarútvegs batnar

Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og tekjuskatt sem hlutfall af heildartekjum sjávarútvegsins jókst milli áranna 2007 og 2008. Í fiskveiðum og -vinnslu hækkaði þetta hlutfall úr 19½% í 27½%, í fiskveiðum úr 21½% árið 2007 í 25% af tekjum árið 2008 og í fiskvinnslu úr 7% í 17%.

Þetta kemur fram í nýju riti frá Hagstofunni þar sem birtar eru niðurstöður athugana Hagstofunnar um fiskveiðar og fiskvinnslu fyrir árið 2008.

Hreinn hagnaður í sjávarútvegi árið 2008 nam 19% samanborið við 10½% hagnað árið áður. Hagnaður var áfram á rekstri mjölvinnslu og á rekstri loðnuskipa á árinu 2008.

Heildareignir sjávarútvegs í árslok 2008 voru 504 milljarðar króna, heildarskuldir 564 milljarður og eigið fé því neikvætt um 60 milljarða.

Rit Hagstofunnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK