Samkomulag við Björgólf eykur virði eigna

Samkomulag skilanefndar Landsbankans við Björgólf Thor Björgólfsson, Actavis og Landsbankann í Lúxemborg hefur aukið virði eignasafns bankans um 6%.

Þetta kom fram í kynningu skilanefndarinnar í dag sem haldin var fyrir kröfuhafa bankans í morgun.

Skilanefndin áætlar að virði eignasafnsins hafi hækkað um 6% frá síðasta kröfuhafafundi, eða um 64 milljarða króna. Mælt í íslenskum krónum kemur hins vegar til 47 milljarða króna lækkun. Áætlað verðmæti eignasafns bankans er í dag 1.177 milljarðar króna. Endurheimtuhlutfall eigna bankans upp í forgangskröfur eru svipaðar og á fyrsta ársfjórðungi, eða 89%

Sjóður skilanefndarinnar heggur nú nærri því að vera um fjórðungur eigna, en hækkun varð um 24% á sjóð frá síðasta kröfuhafafundi. Fram kom í kynningu skilanefndarinnar að sjóðurinn hafi hækkað meira en áætlað var.

Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK