„Íslandsvinur“ kaupir Facebook

Usmanov er þekktur sem
Usmanov er þekktur sem "Harðnaglinn" í Rússlandi, en hann er ættaður frá Úsbekistan. AP

Rússneski auðjöfurinn Alisjer Usmanov er nú orðinn stærsti einstaki hluthafinn í Facebook, utan Bandaríkjanna. Fyrirtæki Usmanovs DST Global/Mail.ru keypti í gær um 0,25% hlut í Facebook fyrir um 125 milljónir dollara og átti fyrir um 10%. Usmanov var stór viðskiptavinur Kaupþings fyrir hrun.

Vefurinn Business.dk greinir frá því að fyrirtæki Usmanovs hafi keypt mikið af óskráðum hlutabréfum í Facebook þegar fyrrverandi og núverandi starfsmenn Facebook hafa selt hluti sína.  

Usmanov átti 1,48% hlut í Kaupþingi haustið 2008, samkvæmt rannsóknarskýrslu Alþingis. Þar er hann einnig í 17. sæti á lista yfir 20 stærstu skuldarana út frá samanlögðum útlánum íslenska hluta bankanna í lok september 2008. Samkvæmt skýrslunni skuldaði Usmanov þá 34,5 milljarða króna.

Ríkisútvarpið greindi í gærkvöldi  frá því að rétt fyrir hrun hafi lánanefnd Kaupþings samþykkt að lána Usmanov andvirði 270 milljarða króna. RÚV hefur ekki fengið staðfest hvort lánið stóra var greitt út.

Þá á Usmanov tæplega þriðjungshlut í fótboltaveldinu Arsenal og er stærsti einstaki hluthafinn. Hann hefur lýst hug á að eignast félagið allt. Hann á einnig fjölmiðlaveldið Naspers í Suður-Afríku.

Hjá systurfélögunum DST og Mail.ru starfa nú um 1.800 manns. Félögin eru mjög umsvifamikil í rekstri netfyrirtækja. DST hét áður Digital Sky Technologies.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir