Vextir lækka

mbl.is/Ernir

Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að lækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur. Veðlánavextir, hinir eiginlegu stýrivextir verða þá 4,25%. Hafa stýrivextir bankans aldrei verið jafn lágir.

Greiningardeildir bankanna höfðu gert ráð fyrir því að peningastefnunefndin myndi lækka stýrivexti bankans. Væntu bankarnir þess að vextnirnir myndu lækka á bilinu 0,25-0,5%. 

Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana hjá Seðlabankanum lækka í 3,25%, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum lækka í 4%, vextir á lánum gegn veði til sjö daga lækka í 4,25% og daglánavextir lækka í 5,25%.

Í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar, sem birt var jafnhliða vaxtaákvörðuninni, segir að þar sem horfur séu á að verðbólga verði áfram við verðbólgumarkmiðið og í ljósi þess að vextir séu í sögulegu lágmarki ríki aukin óvissa um í hvaða átt næstu vaxtabreytingar verði. Áætlanir um afnám hafta á fjármagnshreyfingar skapi einnig óvissu til skemmri tíma.

„Peningastefnunefndin er reiðubúin til þess að breyta aðhaldi peningastefnunnar eins og nauðsynlegt er með hliðsjón af því tímabundna markmiði hennar að stuðla að gengisstöðugleika og í því skyni að tryggja að verðbólga verði nálægt markmiði til lengri tíma litið," segir í yfirlýsingunni.  

Yfirlýsing peningastefnunefndar 

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK